Bjórþambarinn 2020

Bjórdrykkjukeppnin Bjórþambarinn 2020 fer fram á Októberfest Sléttuúlfsins í Portinu.

Keppnisfyrirkomulag
Keppandi skorar á toppsætið hverju sinni, nái hann toppsætinu fær hann bjórinn frían, ef ekki þá þarf hann að borga hann á happy hour verði. Sá sem er í toppsætinu kl. 22 þann 3. október næstkomandi sigrar keppnina og verður krýndur bjórþambarinn 2020.

Keppnisreglur
1. Drukkinn er 1 lítri af Löwenbräu bjór úr Maß krús.
2. Drekka verður bjórinn við barinn.
3. Tímataka hefst þegar bjórinn fer af barnum og stoppar þegar glasið (tómt) er komið aftur á barinn.
4. Helli keppandi niður bjór þá telst þátttakan ógild og greiðir keppandi fyrir bjórinn. Það er mat dómara hvað telst of mikið magn af niðurhelltum veigum. Ekki verður sett út á smá slettur sem renna niður munnvik eða þess háttar.

Verðlaun
Vegleg verðlaun í boði fyrir efstu þrjú sætin, kynnt í næstu viku.

Staðan í Bjórþambaranum 2020

sætiKeppandiTími
1Heimir36,18 sek
2Ingunn 38 sek
3
4
Tími til stefnu!