Náttúruvín – Helgarpakki
11.000kr. m/vsk
Helgarpakki af náttúruvínum frá Berjamór.
6 á lager
Lýsing
Sléttuúlfurinn er einkar áhugasamur um góð vín. Hann hafði því samband við frænda sinn Mikka Ref og fékk sendan helgarpakka af náttúruvínum norður. Í fyrsta pakkanum okkar eru þrjú spennandi vín sem norðlendingum gefst nú kostur á að prófa.
Pakkinn er til afhendingar á Berlín föstudaginn 27. nóvember milli 18 og 20. Tilvalið að næla sér í kalkúnaveislu í leiðinni.
Hvítt
Wilder Satz, Weingut Brand, Pfalz – Þýskaland.
Þrúgur: Chardonnay, Sylvaner Müller thurgau
Bræðurnir Brand eru ungir en ákaflega umtalaðir. Ferskt hvítvín sem minnir helst á kombucha, sýrni, framandi ávextir, ananas og steinefni.
Rautt
L’ange A La Terré, Domaine Du Bartassou, Languedoc – Frakkland
Þrúga: Grenach
Létt Rauðvín. Jarðaber, kirsuber, létt, smá sumartilfinning er góð í lok nóvember.
Cider
Frankofil, Æblerov, Valby, Danmörk.
Þurr cider. Kjörinn til að fá vín fíling yfir brunch eða hádegisverði. Drekkist kaldur. Græn epli. Rauð epli. Veisla.